25.02.2009 23:44

Öskudagur

Frosti var dalmatíuhundur í dag-algjört hvolpakrútt emoticon






13.02.2009 20:05

Jei!

Já,kraftaverkin gerast enn-það eru komnar inn nýjar(en samt gamlar) myndir og albúm úr 3 ára afmælinu er á leiðinni emoticon




Mamma ritari lofar bót og betrun,nú verða settar myndir inn með reglulegu millibili emoticon

Af okkur er annars allt ágætt að frétta, Frosti er rosalega duglegur 3 ára strákur. Hann kann alla stafina og tölustafina og er líka algjört tónlistarséní. Uppáhaldið er ennþá Travis en hann er líka mjög hrifinn af Bítlunum,Coldplay og Zero 7 meðal annars..eðal tónlistarsmekkur hér á ferð!
Hann byrjar á eldri deild á leikskólanum í næstu viku og ætlar yfir á Spóaland til Úlfs stóra frænda!

Þangað til næst..hafið það gott!!emoticon


Frosti og co.

04.02.2009 20:47

Afmælisstrákur!

emoticon Elsku Frosti okkar!emoticon

Til hamingju með afmælið þitt,stóri 3 ára strákur! Þú ert duglegastur,bestur,skemmtilegastur og flottastur og við elskum þig svoooooooona mikiðemoticon

Mamma og pabbi




30.07.2008 02:42

Nýjar myndir

Hæ hó!

Skellti inn einu albúmi með myndum frá því að við vorum í sveitinni okkar um daginn. Við fengum súpergott veður og það var svakalega gaman hjá Frosta eins og sjá má af myndunum!












05.07.2008 17:57

Nýjar myndir!

Jæja,hann Stígur besti frændi tók sig til og forritaði kerfið fyrir makka upp á nýtt þannig að við komum myndunum loksins inn-takk Stígur!
Í albúminu maí og júní eru myndir af Akureyrarferð,17.júní og sitthvað fleira!


01.07.2008 16:03

Halló halló!

Halló allir-þið sem kíkið ennþá hérna inn og bíðið eftir nýjum myndum
Við erum í fullu fjöri,en erum búin að eiga í tæknilegum örðugleikum. Fyrst bilaði elsku Canon vélin okkar þegar hún lenti í útistöðum við páskaölsdós um páskana-hún er ansi klístruð og það er ekki hægt að súmma með henni-dálítið erfitt. Núna erum við búin að kaupa nýja vél,svona litla handhæga,til að nota þangað til að við komum hinni í viðgerð,en þá er eitthvað vesen við að koma myndunum inn. Er að vinna í að komast til botns í þessu,en hérna er allavega eitt slideshow með nýjum myndum af litla kút.




Hann er kominn inn á leikskóla og byrjar í ágúst og erum við rosalega glöð með það. Hann verður á sama leikskóla og Úlfur frændi og Rán frænka og m.a.s á sömu deild  og Rán þannig að það verður heldur betur fjör.
Mamma ritari er komin í sumarfrí og ætlar að vera voða dugleg að setja inn myndir í sumar-ef hún kemur þeim inn
Þangað til næst-hafið það gott í sólinni!
Kveðja,Silja,Halldór og Frosti sumarstrákur.

24.03.2008 17:16

Myndir úr bústaðnum

Þá erum við komin heim aftur,búin að borða þyngd okkar í súkkulaði og fara tvisvar á dag alla dagana í heita pottinn!







Það er komið inn albúm með hellings af skemmtilegum páskamyndum-njótið vel!

Kveðja

Frosti og co.

19.03.2008 23:19

Nýjar myndir!









Halló halló!

Það er komið inn eitt nýtt albúm,restin af febrúar og smá í mars. Frosti og mamma eru svo að fara í bústað um páskana (pabbinn þarf því miður að vinna þannig að hann verður eftir í bænum)og þar er planið að vera dugleg að taka myndir. Við segjum bara gleðilega páska og farið varlega í páskaeggjaátið
Heyrumst!

Kv.Frosti og co.



16.02.2008 17:13

1 árs afmælisstrákur!



Elsku Alexander Óli litli frændi er eins árs í dag!

Til hamingju með afmælið. Vonandi áttu skemmtilegan afmælisdag og við sjáumst svo hress á morgun!

Knús og kossar frá Halldóri,Silju og Frosta

07.02.2008 12:17

Nýjar myndir-JEI!



Já já,maður er með myndavélabrosið á hreinu sko

Það eru komnar inn fullt af nýjum myndum,vegna fjölda áskorana. Foreldrarnir verða nú eiginlega að fara að taka sig á og setja oftar inn myndir..við lofum bót og betrun! Endilega verið dugleg að skilja eftir kveðju á síðunni,okkur finnst það svo gaman

04.02.2008 09:30

Afmælisstrákur

Hann Frosti er 2 ára í dag! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða,mömmu og pabba finnst eins og það hafi verið í gær sem þau fengu þennan pínulítla böggul í hendurnar.




Við  héldum upp á afmælið með bolluveislu í gær og það kom sko fullt af fólki! Við viljum þakka öllum fyrir að koma og gera daginn svona skemmtilegan. Frosti þakkar kærlega fyrir sig,gjafirnar slógu rækilega í gegn

P.S ég setti inn eitt myndaalbúm,nóvemberlok og desember fram að jólum. Skelli fleirum inn í kvöld!

14.12.2007 14:28

smá mblogg bara


Gömul mynd, en góð. Erum með helling af myndum sem við stefnum á að koma á netið á næstu dögum. Frosti er annars orðinn mjög spenntur fyrir jólunum, hlustar á jólalög og hermir eftir jólasveinunum. Líka búinn að fara í jólaklippinguna.

01.11.2007 22:12

Nýjar myndir

                       Halló allir

    
                                                                                                                 


Af okkur er allt gott að frétta. Frosti er alltaf jafn flottur og góður strákur. Talar alveg fullt og er rosalega duglegur hjá Sigrúnu dagmömmu. Hann og besti vinur hans,Emil,eru sko alltaf að bralla eitthvað saman og nú er Alexander litli frændi búinn að bætast við í krakkahópinn-það er sko fjör!



Við erum búin að vera voðalega ódugleg við að setja inn myndir,en núna voru að koma inn heil 3 albúm, 18,19 og 20 mánaða.

Knús og kveðjur úr Suðurásnum að sinni


Frosti,mamma og pabbi.
    

24.09.2007 14:48

Myndbönd

Hæhæ,

það er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í Suðurásnum. Gott að fá dáldið meira pláss og svona, ekki amalegt að fá heilt herbergi útaf fyrir sig.

Frosti stækkar og stækkar og er alltaf að bæta fleiri orðum í safnið hjá sér. Líka farinn að setja saman setningar og spjallar heilmikið.

Við settum inn 4 myndbönd. Getið séð þau með því að velja myndbönd hérna hægra megin. Þau eru á mp4 formatti sem þýðir að það er ekki hægt að nota hvaða spilara sem er til að skoða þetta. Veit að windows media player virkar t.d. ekki en quick time, Real Player og álíka spilarar geta spilað þetta.

Endilega skoðið myndböndin og látið okkur vita hvað ykkur finnst.
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 150
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 87456
Samtals gestir: 17794
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 13:49:59